Birmingham 19.- 23. apríl

 

info heading

info content

Verð frá 111.900 kr.-BÓKA FERÐ

 

Birmingham

 

Birmingham er önnur stærsta stórborg Englands á eftir London og er um það bil miðja vegu á milli London og Manchester.

Það er margt við að vera í Birmingham fyrir ferðalanga sem vilja sjá meira af Englandi og auka við víðsýni sína í landi Shakespeare.  Icelandair býður beint flug til Birmingham allan ársins hring.

Í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Birmingham er bærinn Stratford-upon-Avon, sem er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður William Shakespeare. Bærinn stendur við ána Avon sem var mikilvæg samskiptaæð hér áður fyrr. Húsið sem Shakespeare ku hafa búið í á 16. öldinni hefur verið varðveitt í sinni upprunalegu mynd og ýmislegt er við að vera sem tengist leikskáldinu fræga í heimabæ hans. Pílagrímsferð til Stratford er því kjörin dagsferð fyrir þá sem vilja komast nær rótum þess besta sem ensk tunga hefur upp á að bjóða.

 

Markaðir og verslun

Ein frægasta og fjölsóttasta verslunarmiðstöð Birmingham nefnist The Bullring og byggir á ríkri markaðshefð. Fyrst árið 1154 voru markaðir haldnir á þessu svæði en verslun og þjónusta hefur vitaskuld færst í nútímalegra horf í gegnum aldirnar. Nýjasta byggingin á þessu svæði markaðanna líkist einna helst geimskipi og er merkileg á að líta burtséð frá öllum verslunum sem þar leynast innandyra. Einnig er kjörið að versla utandyra á sömu slóðum, en margvíslegir markaðsbásar eru starfræktir í kringum Bullring svæðið og byggja, sem fyrr segir, á ríkri verslunarhefð.

 

Gott að vita

Flugvöllurinn, Birmingham Airport (BHX) er haganlega staðsettur og tekur um 10 mínútur að ferðast með lest til miðborgarinnar

 

Upplýsingar um Birmingham eru teknar af heimasíðu Icelandair.

http://www.icelandair.is/afangastadir/flug-til-birmingham/

Hótel

Gist er á Holiday Inn Birmingham City Center hótelinu í Birmingham. Í boði eru tvíbýli og einstaklingsherbergi. Innifalið er morgunverður.

Hótelið er skemmtilega staðsett steinsnar frá miðbæ Birmingham-borgar. Hótelið er 4**** hótel.

Heimasíðan hótelsins er HÉR

Myndir og frekari upplýsingar HÉR

 

 

 

Flugtímar

19. apríl      Akureyri - Keflavík         04:30    05:20
19. apríl      KEF - Birmingham          07:50    11:25
23. apríl      Birmingham - KEF          13:25    15:10
23. apríl      Keflavík - Akureyri         17:15    18:05

Flogið með AirIcelandConnect og IcelandAir

Skilmálar & skilyrði

http://www.aktravel.is/skilmalar.pdf 

 

Ferðaskilmálar fyrir hópa- og pakkaferðir

http://www.aktravel.is/ferdaskilmalar.pdf 

 

Annað

  • Enginn farastjóri er í ferðinni

  • Takmarkað sætaframboð er í ferðina

  • Ferðaskrifstofa Akureyrar áskilur sér rétt á að fella niður ferðina ef þátttaka er ekki næg.
    Nánari upplýsingar hjá starfsfólki Ferðaskrifstofu Akureyrar.

 4600600
 aktravel(hja)aktravel.is