Edinborg 12. - 15. janúar 18'

 

info heading

info content

Verð frá 79.900 kr.-BÓKA FERÐ HÉR

 

Edinborg

12. - 15. janúar 18'
Beint flug frá Akureyri

Við tökum beinu flugi milli Bretlands til Akureyrar fagnandi og bjóðum uppá
spennandi pakkatilboð! 

Edinborg í beinu flugi frá Akureyri daganna 12. – 15. Janúar.

Tilvalið er að skella sér til höfuðborg Skotlands á nýju ári. Skotapils og sekkjapípur
taka fagnandi á móti þér og janúar útsölur í fullum gangi.

Innifalið í pakkanum er:
Beint flug frá Akureyri, innrituð 20kg taska, gisting í þrjár nætur með morgunverði á
vel staðsettu 4* hóteli.

Takmarkað sætaframboð!

Edinborg

Edinborg er einstaklega glæsileg borg sem státar af sögufrægum byggingum, stórfenglegu
landslagi og fjölskrúðugri menningu. Það er því ekki að undra að yfir 3 milljónir ferðamenn
heimsæki Edinborg árlega til að heyra unaðslegan hljóm sekkjapípunnar, bragða á
þjóðarréttnum haggis, dreypa á skoska viskíinu eða upplifa stemninguna á Edinborgarhátíðinni,
sem hefur verið haldin á hverju ári síðan 1947.

Íbúafjöldinn í Edinborg er u.þ.b. 450 þúsund. Byggðin er þétt og auðvelt að komast þar um. Allt það
helsta er í göngufæri við eitt þekktasta kennileiti borgarinnar, sjálfan Edinborgarkastala, sem er
staðsettur í hjarta borgarinnar og stutt að sækja hvers kyns skemmtun á tveimur jafnfljótum.

Það er alltaf gaman að rölta um gamla bæinn í Edinborg (Old Town) og þræða þröng steinilögð stræti,
dularfull stigagöng, kíkja á leynigarða og gamla kirkjugarða og skoða gotneska byggingarlist. Edinborg
lumar á mörgum leyndarmálum og borgin býr yfir einhverri óútskýranlegri dulúð.

Edinborg er lifandi háskólabær og þangað flykkist fólk frá öllum heimshornum til að mennta sig. Það er
því líf og fjör í þessari litlu stórborg; fjölbreytt mannlíf og alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera. 

Það tekur aðeins um 2 klukkustundir að fljúga til Edinborgar og flogið er á Edinburgh International Airport,
sem er í um 20 mín. aksturfjarlægð frá miðbænum.

Það eru margar skemmtilegar skoðunarferðir í borginni sem vert er að kynna sér. Ef þú þorir þá mælum
við með draugagöngu þegar dimma tekur eða skoðunarferð um gömlu kirkjugarðana og dýflissurnar,
Edinburgh Dungeons.

Það er gott að versla í Edinborg og á aðalverslunargötunni Princes Street er að finna allar helstu
tískuverslanirnar og meira til. Fyrir þá sem vilja eitthvað aðeins öðruvísi þá mælum við með að kíkja í
Grassmarket og Victoria Street. Svo er aldrei langt á næsta pöbb. Á Rose Street í miðbænum eru t.a.m.
yfir 50 pöbbar og barir, og Rose Street-pöbbaröltið er alræmt.

Í Edinborg er gott og fjölbreytt úrval veitingastaða og nýir barir og veitingastaðir spretta þar upp eins og
gorkúlur, þannig að allir ættu nú að finna eitthvað við sitt hæfi í þessari gróskumiklu borg.

Hótelið

Mercure Edinburgh Haymarket.

Í boði er gisting á flottu 4* hótel með morgunverði. Hótelið er snyrtilegt, herbergin rúmgóð og
ágætlega staðsett. Mercure Edinburgh hótelið er staðsett steinsnar frá miðbæ Edinborgar
og því ekki langt að fara í allar helstu perlur Edinborgar.

Heimasíða hótelsins er HÉR


Flugtímar:

12.01.18               AEY – EDI             ENT502                12:30 – 15:00    
15.01.18               EDI – AEY             ENT501                08:30 – 11:00

Skilmálar & skilyrði

http://www.aktravel.is/skilmalar.pdf 

 

Ferðaskilmálar fyrir hópa- og pakkaferðir

http://www.aktravel.is/ferdaskilmalar.pdf 

 

Annað

  • Enginn farastjóri er í ferðinni

  • Takmarkað sætaframboð er í ferðina

  • Ferðaskrifstofa Akureyrar áskilur sér rétt á að fella niður ferðina ef
    þátttaka er ekki næg.

    Nánari upplýsingar hjá starfsfólki Ferðaskrifstofu Akureyrar.

 4600600
 aktravel(hja)aktravel.is