Skipulag er lykilatriði


Gott skipulag er lykillinn að vel heppnuðum fundi eða ráðstefnu. Við tökum að okkur einstaka verkþætti eða heildarumsjón með fundum eða ráðstefnum – allt eftir þörfum viðskiptavina okkar.
Starfsfólk Ferðaskrifstofu Akureyrar byggir á þekkingu, reynslu og tengslum við samstarfsaðila í skipulagi á ráðstefnuhaldi, jafnt á Akureyri, Norðurlandi sem og um allt land. Ef þú vilt halda vel utan um þína ráðstefnu erum við með lausnina fyrir þig.

Hafðu samband og saman hefjum við undirbúning að farsælum fundi!

FRAMKVÆMD RÁÐSTEFNU


Til að tryggja að ráðstefnan sjálf gangi vel og skipulega fyrir sig er mikilvægt að vel sé haldið utan um skráningu og aðra þætti í undirbúningsferlinu.
Við bjóðum:
Aðstoð við skipulag og dagskrá ráðstefnu
Aðstoð við auglýsingar og kynningu
Upplýsingamiðlun til þátttakenda
Rafrænt bókunarkerfi
Starfsmann á ráðstefnustað eftir því sem verkkaupi metur þörf á


SKIPULAG OG FJÁRMÁL


Fyrsti liður undirbúnings er mat á umfang ráðstefnu, fyrirkomulagi, kostnaði og öðrum grunnþáttum.

Meðal verkþátta sem við bjóðum:
Kostnaðaráætlanir og öflun tilboða í einstaka verkþætti
Val á ráðstefnuaðstöðu – bókunum, samskipti við umsjónaraðila húsnæði
Tæknibúnaður – mat á þörf og samskipti við umsjónaraðila búnaðar
Bókanaþjónusta vegna gistingar og flugferða ráðstefnugesta, jafnt innanlands sem milli landa
Lokauppgjör ráðstefnu, innheimta ráðstefnugjalda, greiðsla reikninga, uppgjör við birgja og aðra þjónustuaðila
 

Helstu ráðstefnusalir bæjarins – áætlaður fjöldi gesta í sæti:

StaðurSalur 1Salur 2Aðrir salirHeimasíða
Menningarhúsið Hof50020060-350menningarhus.is
Háskólinn á Akureyri5001003 x 70unak.is
Hótel Kea115012060-90keahotels.is
Veitingahúsið Greifinn14060fgreifinn.is