Golfferð Mar Menor 14. - 21. apríl

 

info heading

info content

 

Golfferð á Mar Menor - Alicante

Ferðaskrifstofa Akureyrar í samvinnu við Golfklúbb Akureyrar stendur að golfferð á Mar Menor
svæðið á Alicante, daganna 14. – 21. Apríl 2018.

Flogið verður í beinu flugi frá Akureyri til Alicante með WOW air.

Í boði verða þrír pakkar fyrir kylfinga. Alls er pláss fyrir um 90 kylfinga í ferðinni.

Samtals eru 6 vellir á Mar Menor svæðinu. Hópnum verður skipt upp í tvo hópa og skipt
niður á vellina. Notaðir verða tveir vellir daglega og sami völlur ekki spilaður tvo daga í röð. 
Skipting niður á vellina eftir dögum er hér að neðan.

Mar Menor golfvöllurinn er staðsettur næst hótelinu en hann er spilaður tvisvar sinnum.
Hinir vellirnir eru í stuttri akstursfjarlægð frá hóteli og fylgir akstur með í pakkaverðinu.
Aksturinn hefur verið að koma vel út fyrir hópa en allar brottfarir verða vel auglýstar
og nánari upplýsingar veittar á staðnum.

Yfirlitsmynd af svæðinu og staðsetning golfvalla má sjá HÉR

Golfbíll fylgir öllum pökkum og rástími á morgnanna. 
Golfpakkinn er unninn í samvinnu við Ívar Hauksson, PGA golfkennara á Mar Menor svæðinu.

Í 12 mínútna fjarlægð frá Mar Menor svæðinu er Espacio Mediterrano verslunarmiðstöðin.
Um 7 mínútna akstur er í flottan strandbæ þar sem alla helstu þjónustu er að finna. 

Video af Mar Menor svæðinu má sjá HÉR

Heimasíðu Mar Menor svæðisins má finna HÉR 

Vellirnir á svæðinu:
Mar Menor Golf
La Torre Golf
Saurines Golf
El Valle Golf
Hacienda Riquelme Golf
Alhama Signature


                        Hópur 1:                   Hópur 2:

15.04               Mar Menor               El Valle
16.04               Hacienda Riq.          Mar Menor
17.04               El Valle                    Hacienda Riq.
18.04               Hacienda Riq.          Mar Menor
19.04               Mar Menor               El Valle
20.04               El Valle                    Hacienda Riq.
21.04               Hacienda Riq.         La Torre 
 

                     

Intercontinental Mar Menor Golf Resort & Spa
5***** hótel

Innifalið í pakkanum:
Flug með WOW Air beint frá Akureyri til Alicante, ein innrituð taska, innritað golfsett (15 kg), gisting á
5 stjörnu hóteli með hálfu fæði, akstur til og frá flugvelli, 7 golfhringir á Mar Menor svæðinu og golfbíll.
Rúta til og frá hóteli á golfvellina er innifalin í pakkaverðinu.

Aðgangur að: Sundlaug við hótelið, hraðvirk Wifi nettenging, líkamsrækt, aðgangur að tölvum og prenturum.

Morgunmatur og kvöldmatur fylgir pakkanum.
Stórt og veglegt Spa er á hótelinu og kostar aukalega þar inn.

Verð á mann í tvíbýli:  245.900 kr.
Verð á mann í einbýli:  285.590 kr.  
(samnýta golfbíl)

Pakki 2

Íbúða gisting (1 svefnherbergi)
The Residences Mar Menor

Innifalið í pakkanum:
Flug með WOW Air beint frá Akureyri til Alicante, ein innrituð taska, innritað golfsett (15 kg),
íbúðagisting með hálfu fæði, akstur til og frá flugvelli, 7 golfhringir á Mar Menor svæðinu og golfbíll.
Rúta til og frá hóteli á gólfvellina er innifalin í pakkanum.

Morgunmatur og kvöldmatur fylgir pakkanum og er allur matur borinn fram á hótelinu. Um 3-5 mínútur
tekur að labba frá íbúð á hótelið.

Aðgangur að: Sameiginlegri sundlaug fyrir íbúðir, hraðvirk Wifi nettenging.

Verð á mann í íbúð: 225.950 kr.

Pakki 2

Íbúða gisting (2 svefnherbergi)
The Residences Mar Menor
Íbúð fyrir fjóra

Innifalið í pakkanum:
Flug með WOW Air beint frá Akureyri til Alicante, ein innrituð taska, innritað golfsett (15 kg),
íbúðagisting með hálfu fæði, akstur til og frá flugvelli, 7 golfhringir á Mar Menor svæðinu og golfbíll.
Rúta til og frá hóteli á golfvellina er innifalin.

Morgunmatur og kvöldmatur fylgir pakkanum og er allur matur borinn fram á hótelinu. Um 3-5 mínútur
tekur að labba frá íbúð á hótelið.

Aðgangur að: Sameiginlegri sundlaug fyrir íbúðir, hraðvirk Wifi nettenging.

Verð á mann í íbúð: 215.800 kr.

Flugtímar:

  14. APR 18              AEY – ALC            10:30 – 17:10

  21. APR 18              ALC – AEY            16:40 – 19:30

 

Leiguflugvél beint frá Akureyri með WOW Air.

Flugtímar eru ekki endanlega staðfestir, gætu breyst örlítið.