Hamborg 10. - 13. maí

 

info heading

info content

Verð frá 133.500 kr.-BÓKA FERÐ

 

 

Hamborg

Hamborg er kraftmikil stórborg þar sem gefst tækifæri til að njóta lífsins lystisemda, lista og menningar, sögu og samtíma og þýskra gæða í mat og drykk.

Hamborg og næsta nágrenni eru heillandi ferðamannaslóðir og borgin jafnframt kjörinn upphafsreitur fyrir lengri ferðalög um Þýskaland.

Önnum kafin, opin og græn

Hamborg er önnur stærsta borgin í Þýskalandi með 1,8 milljónir íbúa. Hún stendur á bökkum Saxelfar, um 100 km frá sjó, og er stærsta hafnarborg Þjóðverja og önnur stærsta hafnarborg í Evrópu. En þó að Hamborg sé helsta vöruflutningamiðstöð í norðanverðu Þýskalandi og mikil viðskipta- og iðnaðarborg er hún líka „grænni“ en aðrar þýskar borgir og fræg fyrir garða sína, opin svæði, stöðuvötn, ár og bátaskurði (í Hamborg eru 2,300 brýr; fleiri en í Amsterdam eða Feneyjum).

Hamborg á sér langa sögu og kynnast má brotum af henni með því að fara í sögusafn borgarinnar, Museum für Hamburgische Geschichte, eða rölta um elsta hluta borgarinnar. Tilvalið að byrja gönguna hjá Ráðhúsinu í Gamla bænum (Altstadt) og gaman að skoða í leiðinni kirkju heilags Mikjáls, Michaeliskirche.

Til að kynnast borginni enn betur mælum við líka með skoðunarsiglingu um höfnina og um Alster-vatn í miðri borginni.

Góðborgarastemning og öll mannlífsflóran

Listunnendur heimsækja Hamburger Kunsthalle, eitt besta safn evrópskrar myndlistar frá miðöldum til okkar daga sem til er. Aðrir skoða grös og blóm í Planten un Blomen eða líta inn í dýragarðinn víðfræga sem kenndur er við Carl Hagenbeck.

Hamborg er víðkunn leikhúsaborg, söngleikja- og óperuborg, og þar duna djass og popp í skemmtanahverfunum svo að ekki sé talað um klassíkina og þrjár sinfóníuhljómsveitir sem spila m.a. í Musikhalle.

Þegar kvölda tekur má hafa í huga að í Grossneumarkt, Pöseldorf og Eppendorfhverfum er líflegt andrúmsloft og fjöldi skemmtilegra veitinga- og vínstofa. Í St. Pauli, gleðihverfinu víðfræga eða alræmda, komast menn svo í tæri við hömlulausari afþreyingu og ögrandi skemmtun af öllu tagi. Á Reeperbahn-svæðinu í St. Pauli byrjuðu Bítlarnir feril sinn með því að spila í Indra Club og í Kaiserkeller árið 1960.

Gott að vita

  • Flugvöllur Hamburg-Fuhlsbüttel flugvöllur er um 8 km norður af miðborginni.
  • Akstur með leigubíl tekur 20 - 30 mín. Með flugvallarrútu, sem ekur til borgarinnar á 20 mín. fresti, tekur ferðin um 20 -25 mín.
  • Viltu borða? Krár og kaffihús eru á hverju strái í miðbæ Hamborgar og selja heita og kalda drykki og léttar máltíðir. Í borginni eru meira en 2000 veitingastaðir og þar má kynnast matreiðslu um 40 þjóða. Hamborg er nafntoguð fyrir góða fiskveitingastaði.
  • Viltu versla? Helstu verslunargötur í Hamborg eru Mönckebergstrasse og Spitalerstrasse (báðar út frá aðaljárnbrautarstöðinni), Jungfernstieg, Colonnaden, Neuer Wall, Grosse Bleichen og Gänsemarkt (upp frá suðvesturbakka Binnenalster). Í miðborginni eru vöruhús eins og Hanseviertel, Bleichenhof, Galeria, Alte Post, Hamburger Hof, Gänsemarkt Passage, Quarrée, Hamburger Straße og Alstertal Einkaufszentrum.

 

Upplýsingar um Hamborg eru teknar af vef Icelandair.

http://www.icelandair.is/afangastadir/flug-til-hamborgar/

 

;13:40    15:35
22. apríl      Keflavík - Akureyri        17:15    18:05

Flogið með AirIcelandConnect

Hótel

Radisson Blu Hotel, Hamburg er 4**** vel staðsett hótel í Hamborg.

Innifalið er morgunverður.

 

Vefsíða hótelsins er HÉR

 

Upplýsingar og myndir er hægt að sjá HÉR.

Flugtímar

10. maí      Akureyri - Keflavík         04:30    05:20
10. maí      KEF - HAM                    07:50    13:05
13. maí      HAM - KEF                    14:05    15:15
13. maí      Keflavík - Akureyri         17:15    18:05

Flogið með AirIcelandConnect og IcelandAir

 

Skilmálar & skilyrði

http://www.aktravel.is/skilmalar.pdf 

 

Ferðaskilmálar fyrir hópa- og pakkaferðir

http://www.aktravel.is/ferdaskilmalar.pdf 

 

Annað

  • Enginn farastjóri er í ferðinni

  • Takmarkað sætaframboð er í ferðina

  • Ferðaskrifstofa Akureyrar áskilur sér rétt á að fella niður ferðina ef þátttaka er ekki næg.
    Nánari upplýsingar hjá starfsfólki Ferðaskrifstofu Akureyrar.

 4600600
 aktravel(hja)aktravel.is