Split í Króatíu 12. - 17. Janúar 2018

 


Flug og miðar: Tilboð frá 122.900 kr.


Pakkaverð frá 159.900 kr.

 

Strákarnir okkar í Split! 

Ferðaskrifstofa Akureyrar og HSÍ bjóða uppá pakkaferð á EM í handbolta.
Riðill Íslands fer fram í Split, Króatíu.Split er stórkostleg borg og sannkölluð náttúruperla við Miðjarðarhafið.
Það verður enginn svikinn af því að skoða þessa frábæru borg og allt
mannlífið og menninguna sem fylgir Króatíu.

Boðið verður uppá leiguflug frá Keflavík til Split dagana 12. – 17. Janúar.
Á þeim tíma leikur Ísland þrjá leiki í riðlakeppninni:

12. Jan                 Svíþjóð - Ísland
14. Jan                 Ísland – Króatía
16. Jan                 Serbía - Ísland

(ATH miðar gilda inn á daginn)

Leikið er í Spaladium Arena höllinni í Split.

Innifalið í pakkatilboðinu er:
Flug, flugvallaskatta, ein innrituð taska á mann, rúta til
og frá flugvelli, gisting á 4**** hóteli með morgunmat
og miðar á leikina.
Athugið að ekki er farastjóri í ferðinni en starfsfólk HSÍ
verður á svæðinu og aðstoðar fólk.

Hægt er að kaupa uppfærslu í VIP miða og einnig er hægt
að kaupa bara flug og miða á leikina.
Áhugasamir sendið tölvupóst á kristinn(hjá)aktravel.is eða
hringið í 4600600

Hótel

 

Gist á 4**** hóteli í Split, með morgunverði.
Hótelið heitir Marvie Hotel & Health en hægt er að nálgast frekari 
upplýsingar um hótelið hér að neðan.

Hótelið er glænýtt og einkar fallegt, en það var tekið í notkun fyrir
sumarið 2017. Hótelið er glæsilega hannað í rólegu og þægilegu
umhverfi nálægt sjónum við Split. 
Staðsetningin á hótelinu er góð en aðeins er um 15 mínútna
gangur í Diocletian-Höllina sem er staðsett í miðbæ Split.

Herbergin eru rúmgóð og snyrtileg og innihalda allt það sem
gestum vantar.

Marvie Hotel & Health       

 

Fjarlægð frá hótelinu og að Spaladium Arena:

Marvie Hotel & Health:      c.a. 3,2 km.

 

Marvie Hotel & Healt

Nánari upplýsingar og myndir HÉR

 

Flugtímar

Dags.                                    Flugleið                                Brottf. // Koma á staðartíma

Fös. 12. Jan                        KEF – SPLIT                              08:00  //  13:45

Mið. 17. Jan                        SPLIT – KEF                              10:00  //  13:45

 

Boeing B737-800, 189 sæti.

Leiguflug með Thomson.

Hægt er að kaupa veitingar um borð.

 

Miðar á leikina

Miðarnir sem Íslensku stuðningsmennirnir fá á leikina eru í Category 3 í höllinni í Split, svæði 116 & 212.
Miðarnir gilda á daginn þá daga sem Ísland er að spila. Tveir leikir eru á dag.

Sjá mynd af höllinn HÉR

12. Jan                  Svíþjóð – Ísland
                            Króatía - Serbía
14. Jan                  Serbía - Svíþjóð
                            Ísland - Króatía
16. Jan                  Serbía – Ísland
                             
Króatía - Svíþjóð

Í boði er að kaupa uppfærslu í VIP miða. Ekki er hægt að bóka þá á netinu. Áhugasamir sendið póst á kristinn@aktravel.is